„MAN EKKI DRAUMA EN KARAKTERAR FESTAST Í HÖFÐINU”

0

Gaui H var að senda frá sér glæsilegt myndband sem ber heitið „Sleep…Noise…” Gaui segist alltaf hafa haft ástríðu fyrir ljósmyndun en hann hefur verið að mynda mjög mikið seinustu tvö til þrjú árin.

„Þegar að ég byrjaði að gera myndbönd fyrir rúmu ári síðan fann ég mig mjög vel þar líka… Ég hef alltaf verið hrifinn af dimmu og dramatísku efni…reyndi á tímabili að teikna myndirnar sem poppuðu í hausinn á mér en komst fljótt að því að ég er ekkert sérstakur teiknari.“ – Gaui H

Kappinn hefur unnið með hljómsveitum á borð við Dimmu, Kontinuum, VAR, Future Figment, Himbrima, Kronika o.fl. Gaui segir að hann hafi kynnst frábæru fólki í gegnum þetta skemmtilega ferli!

Gaui H að störfum.

Nýja myndbandið er unnið úr draumum og horft er á það sem drauma aðalpersónunar (Stelpan í hvíta kjólnum). Gaui man yfirleitt ekki eftir draumum en karakterar eiga það til að festast í höfðinu á honum. „Gott er að henda í myndband til að ná þessum persónum úr hausnum á mér,“ segir Gaui H að lokum!

Skrifaðu ummæli