MAMMÚT OG X HEART Á HÚRRA Í KVÖLD

0

HURRA 2

Lofað er klikkuðu stuði á skemmtistaðnum Húrra í kvöld enda ekki annað hægt þegar hljómsveitin Mammút kemur fram ásamt hljómsveitinni X Heart.

X HEART
Mammút hefur verið talsvert á faraldsfæti að undanförnu en spilar nú á klakanum og mun hún flytja landanum ný, ókláruð og áður óspiluð lög rétt áður en sveitin fer með efnið inn í hljóðver.

Hægt er að kaupa miða á Tix.is eða við hurð og kostar miðinn 2.000 kr.

Comments are closed.