MAMMÚT FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND VIÐ LAGIÐ BLÓÐBERG

0

mammut

Hljómsveitin Mammút frumsýndi í dag nýtt myndband við lagið Blóðberg sem er Íslensk útgáfa af laginu og er tekið af breiðskífunni Komdu Til Mín Svarta Systir. Sveitin samdi nýverið við breska útgáfufyrirtækið Bella Union  og er þá komin í hóp með listamönnum eins og John Grant, Beach House, The Walkmen og The Flaming Lips svo fátt sé nefnt, alls ekki slæmt það!

mammut 2

Sunneva Ása Weisshappel og Anni Ólafdóttir unnu myndbandið en það er gert úr svipuðu myndefni og í ensku útgáfunni.

Virkilega flott lag og myndband og gaman verður að fylgjast með Mammút á næstunni.

 

Comments are closed.