MAMMÚT ENDAR MARGRA MÁNAÐA TÓNLEIKAFERÐALAG SITT Á ÍSLANDI

0

Ljósmynd: Saga Sig.

Hljómsveitin Mammút mun þann 4. janúar halda heimkomutónleika í Gamla BíóÞar munu þau enda margra mánaða tónleikaferðalag sitt sem hefur staðið yfir frá útgáfu breiðskífunnar Kinder Versions, en tvö lög af plötunni „Breathe Into Me“ og „The Moon Will Never Turn On Me“ hafa þegar fengið að hljóma á útvarpsstöðvum landsins við frábærar viðtökur.

Platan er sem fyrr gefin út af Record Records hér á landi en sker sig frá hinum þremur plötum sveitarinnar þar sem hún er frumraun þeirra á ensku og er gefin út um allan heim gegnum breska plötufyrirtækið Bella Union sem m.a. hefur John Grant, Flaming Lips og Beach House á sínum snærum.  

Mammút hafa lítið spilað heima síðasta árið, og munu heimkomtónleikarnir binda slaufu á langt ferðalag í faðmi vina og vandamanna. Þau hlakka til að skapa veislu fulla af tónlist og sjónlist með óvæntum gestum og uppákomum.

Mammut.is

Skrifaðu ummæli