MAJOR PINK OG CAPTAIN SYRUP Á BAR 11 Í KVÖLD

0
captain syrup

Captain Syrup

Það verður heljarinnar stuð á Bar 11 í kvöld þegar sveitirnar Major Pink og Captain Syrup troða upp.  Bleikt síróp rennur um gólf staðarins og fönkaðir tónar í bland við rokk fá að hljóma í eyrum viðstaddra.

Major Pink er Indirokk/electro hljómsveit stofnuð árið 2012 af Gunnari Inga og Daníeli Guðnasyni og inniheldur einnig Stefán Þormar Viggóson, Snorra Arnarson, Georg Inga Kulp og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttir. Hljómsveitin fjallar um persónuna Major Pink og hans ævintýri og lífsbaráttu. Hljómsveitin hefur sent frá sér 3 lög, fyrst lagið „Hope“ sem sat lengi á vinsældarlista Rásar 2 og fékk mikla spilun á Xinu, lagið „It´s Gonna Be Alright“ fór einnig á vinsældarlista Rásar 2 og í spilun á Xinu. Nú nýlega sendi sveitin svo frá sér sitt þriðja lag í útvarp, „One by One.“ 5 laga EP plata er væntanleg frá sveitinni  16. Apríl, á Degi Plötunar, og sér Barði Jóhannsson um upptökur á henni.

major

Major Pink

Captain syrup er tiltölulega ný hljómsveit, og var stofnuð snemma árs 2014. Bandið er sett saman af þremur megin einfrumungum; bassa-, trommu- og gítarleikara, en þegar veður leyfir þá stökkva oftar en ekki alls kyns furðufuglar inní lög, svo sem growlari, saxafón- og trompetleikarar og rapparar. Captain Syrup spilar party-tónlist fyrir morðóða sebrahesta þar sem það selst gríðarlega vel í öðrum víddum alheimsins. Margt er að gerast hjá teyminu um þessar mundir, þeir spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar svo dæmi sé nefnt og eru að baslast við að klára að vinna í efni í plötu. Það má finna promo-upptökur á band-camp.

Comments are closed.