MAJOR PINK SENDIR FRÁ SÉR SILKIMJÚKA BALLÖÐU

0

major pink

Hljómsveitin Major Pink var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist „Am I M.I.A.“ Lagið er poppskotið en einnig má heyra áhrif frá áttunda áratugarins, sem er alls ekki slæmt! Fyrir skömmu sendi sveitin frá sér plötuna Take The Abuse og hefur hún fengið glymrandi viðtökur.

major pink 2

Að laginu koma: Gunnar Ingi, Daníel Guðnason, Stefán Þormar Viggósson & Snorri Örn Arnarson en það er enginn annar en reynsluboltinn Barði Jóhannsson sem margir þekkja úr hljómsveitunum Bang Gang og Starwalker sem útsetur lagið.

Frábært lag hér á ferð!

Comments are closed.