MAJOR PINK SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „ONE BY ONE“

0

MAJOR

Hljómsveitin Major Pink var stofnuð árið 2012 í Reykjavík og hefur sveitin verið iðin við tónlistarsköpun að undanförnu. Lög eins og „Hope“ og „Its Gonna Be Alright“ hafa fengið að óma í eyrum landsmanna að undanförnu, en í dag sendir sveitin frá sér nýtt lag sem ber nafnið „One By One.“

Drengirnir hafa verið lokaðir inni í hljóðveri að undanförnu að vinna að sinni fyrstu breiðskífu en það er enginn annar en Barði Jóhansson (Bang Gang, Starwalker, Lady & Bird) sem er þeim til halds og trausts.
„One By One“ er með rólegt yfirbragð og ekkert notalegra en að skella því á fóninn seint um kvöld með heitann kaffibolla.

major 2

Það verður gaman og forvitnilegt að fylgjast með Major Pink á næstunni en sveitin verður viðmælandi útvarpsþáttarins Albumm sem er á X-inu 977 annað kvöld kl 23:00
Major Pink eru: Gunnar Ingi (söngur, hljómborð), Daníel Guðnason (hljómborð), Stefán Þormar Viggósson (gítar), Snorri Örn Arnarson (bassi) og Georg Ingi Kulp (trommur).

Major Pink og Mosi Musik blása til heljarinnar tónleika næstkomandi laugardagskvöld á Bar 11.

Hér má hlusta á lagið One By One.

Comments are closed.