MAJOR PINK, MOSI MUSIK OG VÁRA GERA ALLT BRJÁLAÐ Á HÚRRA Í KVÖLD

0
major pink

Major Pink

Það verður heljarinnar stuð á skemmtistaðnum Húrra í kvöld þegar þrjár indie hljómsveitir stíga á svið. Ein rokkuð, ein rafmögnuð og ein blönduð. Fyrstir á svið verða Vára með mjúka, þægilega tóna sem þróast yfir í kraftmikla sprengju. Eftir þeim vex Mosi Musik upp úr sviðinu með rafmagnaða stemmningu til að kenna okkur nokkur mosa dansspor. Þegar það fer að líða að lokum hertekur Major Pink sviðsljósið með sitt öðruvísi rafmagnaða rokk funk pop…. og segjir frá sínum lífsbaráttum og ævintýrum úr þriðju heimsstyrjöldinni.

mosi musik

Mosi Musik

Major Pink er Indirokk/electro hljómsveit stofnuð árið 2012 af Gunnari Inga og Daníeli Guðnasyni og inniheldur einnig Stefán Þormar Viggóson, Snorra Arnarson, Georg Inga Kulp og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttir. Hljómsveitin fjallar um persónuna Major Pink og hans ævintýri og lífsbaráttu. Hljómsveitin hefur sent frá sér 3 lög, fyrst lagið „Hope“ sem sat lengi á vinsældarlista Rásar 2 og fékk mikla spilun á Xinu, lagið „It´s Gonna Be Alright“ fór einnig á vinsældarlista Rásar 2 og í spilun á Xinu. Nú nýlega sendi sveitin svo frá sér sitt þriðja lag í útvarp, „One by One.“ 5 laga EP plata er væntanleg frá sveitinni  16. Apríl, á Degi Plötunar, og sér Barði Jóhannsson um upptökur á henni.

Mosi Musik gaf út sýna fyrstu plötu árið 2015 I am you are me og hefur síðan vakið mikla athygli gagnrýnenda sem meðal annars hafa sagt:

Grúvið er þvílíkt og innlifunin engu lík. Þetta eru hittarasmiðir, sannið þið til“ – Hjalti St. Kristjánsson, Morgunblaðið. Iceland Airwaves ’15 umfjöllun

„Emotive, passionate singing. fun, upbeat, danceable…fashionable. this is epic, power disco. this is genuinely good. arnar is definitely one of the best drummers in reykjavik“ – Chris Sea, Reykjavik Grapevine

„The future sound of pop music“ – Lewis Copeland, Electric Lion Radio

Mosi Musik er að vinna að sinna annari plötu sem kemur út síðar á þessu ári og mun hljómsveitin flytja ný lög af væntanlegri plötu á þessum tónleikum. Komdu í dansskónnum!

vára

Vára

Vára er margs konar rokkhljómsveit úr Kópavoginum sem varð til þegar hljómsveitin Indigo tók stakkaskiptum í tónsviði og ákvað að skipta um nafn. Meðlimir eru einhverskonar fólk eins og Sigurpáll Viggo Snorrason​, Guðjón Sveinsson, Bjarni Daníel Þorvaldsson, Bjarni Þorleifsson og Dagur Reykdal Halldórsson, allir spila þeir á einhverskonar hljóðfæri.​ Hljómsveitin færðist smám saman úr því að spila poppskotið „indí“-rokk yfir í það að spila eitthvað sem tók að líkjast afkvæmi Sigur Rósar og Radiohead, ættleitt og alið upp af Empire! Empire! og Godspeed You! Black Emperor. Í dag á sveitin mikið af ýmis konar frumsömdu efni, rólegu, rokkuðu, björtu og þungu. Vára er hljómsveit sem kennir sig við síðbúið rokk. Strákarnir í Váru eru allir fínir kauðar en það sem einkennir þá mest er einlægnin og alúðin sem þeir leggja í tónlistarsköpun sína.

Herlegheitin byrja kl 20:00 og kostar litlar 1.000 kr inn.

Comments are closed.