MAJOR PINK FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND Á GAUKNUM Á MORGUN 23. APRÍL

0

major pink

Major Pink frumsýnir nýtt myndband á Gauknum annað kvöld 23. Apríl þar sem hljómsveitirnar Milkhouse, Captain Syrup og Miss Anthea leika ásamt Major Pink.

Elvar Gunnarsson hjá 23 Frames leikstýrði myndbandinu sem tekið er að miklum hluta upp á ljósritunarvél og hefur myndbandið verið í vinnslu í eitt og hálft ár.

„Það var Elvar Gunnarsson hjá 23 frames sem kom með þessa hugmynd til okkar og okkur leist vel á. Við tók svo vinna sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur og myndum ekki í dag segja já ef við vissum fyrirfram hvað þetta væri mikil vinna í að klippa og raða saman hverjum ramma. Útkoman er samt þess virði og vonumst við til að sjá sem flesta á Gauknum á morgun.“ – Gunnar Ingi úr Major Pink um nýja myndbandið.

Hér má heyra lagið „One By One“ sem er tekið af nýútkominni plötu sveitarinnar.

Comments are closed.