MAGNÚS LEIFUR SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „PIKAIA“

0

magnus 3

Í dag er 29. febrúar og því ber að fagna. Af hverju??? Jú, af því að sá dagur kemur einungis upp á fjögurra ára fresti og þegar svo ber við þá koma börn hlaupársins saman og bresta í söng og detta í dans. Í tilefni dagsins ætlar Magnús Leifur að gefa ykkur öllum lagið „Pikaia“ með þá von í brjósti að við getum öll komið saman, sungið og haft gaman.

magnus
Pikaia var formóðir okkar allra og vann sér það helst til frægðar að hafa verið fyrsta dýrið sem gekk á land úr sjó og er því uppspretta alls þess sem gengur, flýgur, étur, hatar og elskar í dag.

Gjörið svo vel að ganga í bæinn og tryggja ykkur stafræna útgáfu af Pikaia hér:

Comments are closed.