MAGNÞRUNGINN DANS Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU

0

pacal-pinon-2

Hljómsveitin Pascal Pinon sendi á dögunum frá sér sína þriðju breiðskífu Sundur. Í gær kom út myndband við lagið „Orange“ og er það einkar glæsilegt! Dansararnir Halla Þórðardóttir og Sigurður Andrean Sigurgeirsson fara á kostum í myndbandinu en þau dansa magnþrunginn dans í Íslenskri náttúru.

pascal-pinon

„Orange“ er að sjálfsögðu tekið af umræddri plötu en því má lýsa sem tilfinningalegum rússíbana sem teymir hlustandann áfram á tánnum!

Magnus Andersen leikstýrir myndbandinu og gerir hann það listarlega vel en Heba Eir Kjeld samdi dansinn. Saman ná þau að töfra fram hið ómótstæðilega og áhorfandinn situr dáleiddur við skjáinn.

Hægt er að versla og hlusta á breiðskífuna Sundur hér https://www.morrmusic.com/artist/Pascal%20Pinon/release/3638

https://www.instagram.com/pascalpinon/

Comments are closed.