MAFAMA

0

mafama cover

Hljómsveitin Mafama er tiltölulega ný af nálinni en hún var að senda frá sér plötuna Dog. Tónlist Mafama er eins og vel krydduð tælensk máltíð frá Ban Thai með ísköldum bjór. Victor Kíkti í spjall hjá Albumm.is og sagði hann okkur frá nýju plötunni, hvaðan þeir fá innblástur og hvað er framundan svo fátt sé nefnt.


Hvað er Mafama búin að vera starfandi lengi?

Hún hefur starfað í rúmlega eitt og hálft ár í þeirri mynd sem hún er í dag en átti sér langan aðdraganda.

Nú er fyrsta platan ykkar nýkomin út, var hún lengi í vinnslu?

Þegar við byrjuðum með bandið settum við okkur það markmið að taka upp plötu á einu ári. Það tókst.Við skáluðum fyrir loka hljóðblöndun seinasta sumar en svo fór nánast heilt ár í að græja útgáfu. Sá hluti tók mun lengri tíma en við bjuggumst við. En vissulega hefur það ferli verið lærdómsríkt.

mafama 6

Á að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi?

Við byrjum á því að halda útgáfutónleika á Húrra 8.júlí. Svo er búið að bjóða okkur til Írlands í september og möguleiki að sú ferð breiðist út til Bretlandseyja í stuttan rúnt. Annars erum við bara að klára að púsla saman sumrinu og næsta vetri.

Hvernig munduð þið lýsa tónlist Mafama?

Eins og vel krydduð tælensk máltíð frá Ban Thai með ísköldum bjór. Hins vegar höfum við heyrt allskonar útlistanir hjá fólki sem þykist heyra hina ýmsu áhrifavalda sem kemur okkur oftar en ekki á óvart. En að sama skapi er það kannski ákveðinn stíll og stefna að bræða saman hin ýmsu blæbrigði tónlistarinnar. Við höfum oft sagt það að það sé eitthvað gott að finna í öllum tónlistarstefnum, svo er bara spurning hvernig það skilar sér í gegnum okkar músík.

Eru Mafama með skilaboð og um hvað eru textarnir?

Skilaboð myndi ég nú ekki segja önnur en bara frjáls tjáning mannsandans. Textarnir eru yfirleitt bara grautur pælinga og vangaveltna á þeim tíma sem penninn er mundaður á blaðið. Maður lætur oft tónlistina leiða sig fyrstu skrefinn og gengur svo út frá því en það er allur gangur á þessu.

Hver er bakgrunnur ykkar í tónlist?

Við erum allir búnir að spila lengi í sitthvoru lagi. Toggi Nolem er auðvitað reynsluhestur og búinn að pródúserast lengi. Árni lærði klassískan gítar á sínum tíma og á rætur sínar í harðkjarna tónlist m.a. við ( Victor ) Þórgnýr erum svipaðir að því leyti að við höfum alltaf verið að grúska í allskonar. En annars er þetta þriðja bandið sem ég ( Victor ) og Árni komum saman að.

Hvert stefna Mafama,  er það heims yfirráð eða dauði?

Þetta þarf nú ekki að vera það dramatískt. Við viljum bara semja meira og spila meira, þarf vonandi engin að deyja fyrir þann málstað.

mafama4

Hljómsveitin Mafama er tiltölulega ný af nálinni en hún var að senda frá sér plötuna Dog. Tónlist Mafama er eins og vel krydduð tælensk máltíð frá Ban Thai með ísköldum bjór. Victor Kíkti í spjall hjá Albumm.is og sagði hann okkur frá nýju plötunni, hvaðan þeir fá innblástur og hvað er framundan svo fátt sé nefnt.


 

Hvað er uppáhalds lagið ykkar á plötunni og af hverju?

Erfitt að segja, við höfum líklega allir mismunandi skoðanir á því .Svo er það breytilegt, manni finnst alltaf lagið sem verið er að vinna í alltaf skemmtilegast. En við mælum með að fólki hlusti á Middle Of Norway þar sem það er okkar nýjasti singull.

Hvaðan kemur innblásturinn fyrir þessa plötu?

Þegar við byrjuðum var andinn nokkurnveginn að keyra þetta í gegn, setja upp studio og byrja strax. Við vissum að við vildum gera popp plötu, en við vildum gera frumlegt popp. Við leyfðum okkur að vera frjálsir og opnir fyrir öllu og fylgdum bara pungnum og hjartanu.

Ég held að 70’s popp og síkadeila hafi haft töluverð áhrif á plötunna, líka taktdrifin heimstónlist eins og Chicha og afrobeat. Við vorum sólgnir í að finna og sýna hvor öðrum góða músík á þessum tíma svo áhrifin eru í raun endalaus. Ég held þó að mesti innblásturinn hafi komið frá skítavetrinum á Akureyri og ánægjunni að komast niðrí studióið okkar og vinna að því sem okkur finnst skemmtilegast að gera. Blessuð tónlistin.

mafama5

Hvað er framundan hjá bandinu?

Við erum byrjaðir að semja meira efni. Nú þegar komnir langt með tvö ný lög í upptökum. Svo eru menn alltaf út í eiginn horni að semja beat, línur og aðrar pælingar sem við sýnum svo hvor öðrum er við hittumst. Úr því beygjum við og sníðum pælingarnar. Líklegast er hver og einn með tuttugu lög í hausnum á sér og gætum við líklegast gert nokkrar plötur á ári ef við fengum til þess frið frá hinum venjubundu skyldum lífsins. Frelsið okkur !!!!!!!

frítt stream á plötunni:

Comments are closed.