LUNGA 2015 ÞANN 12 – 19. JÚLÍ

0

11313089_10155634818970455_2146321403370880495_o

Í sumar fagnar LungA hátíðin 15 ára afmæli sínu.

LungA er litrík, alþjóðleg listahátíð með fjölda viðburða í vikulangri dagskrá sem fer fram á Seyðisfirði dagana 12 – 19. Júlí. Á hátíðinni myndast einstakt samfélag þar sem fólk sækir innblástur í listir, umhverfið og hvort annað.

tumblr_n91hdjpbS21tgio4ao1_1280

2014

tumblr_n91hxgRjnH1tgio4ao1_1280

2014

Í fjölbreyttum listasmiðjum fá þátttakendur tækifæri til að kanna óþekktar hliðar á sjálfum sér og öðlast bæði ný tengsl og ógleymanlega reynslu. Það er er ekki auðvelt að lýsa andrúmslofti LungA. Myndlistamaðurinn Goddur orðaði það svona :

„það er sérstakt andrúmsloft hér sem erfitt er að lýsa. það er eins og að reyna að lýsa kynferðislegri fullnægingu fyrir fólki sem aldei hefur kynnst kynferðislegri fullnægingu – Seyðisfjörður er skapandi kynferðisleg fullnæging. þú verður að upplifa til að skilja“.

tumblr_n91h89L0KR1tgio4ao1_1280

2014

tumblr_n91gvtB4I81tgio4ao1_1280

2014

Þann 1. júní síðastliðinn hófst miðasalan á afmælistónleika hátíðarinnar á tix.is og einnig verður opnað fyrir skráningar í listasmiðjur á www.lunga.is en síðast fylltust þær á fáeinum dögum! Afmælistónleikarnir verða hápunktur hátíðarinnar og fara fram laugardaginn 18. júlí. Tónleikasvæðið við gömlu fiskvinnsluna verður ævintýraleg upplifun í sjálfu sér og á sérsmíðuðu sviði LungA koma fram hljómsveitirnar:

Sykur

Gangly

Grísalappalísa

Dj flugvél og geimskip

Reykjavíkurdætur

Sjá nánar á: www.lunga.is

 

Comments are closed.