LOTV kemur saman aftur til styrktar Barnaheill

0

Eftir 18 mánaða hlé tekur Lily Of The Valley saman aftur eina kvöldstund til styrktar góðs málefnis. Komu síðast saman á gærunni 2016. Sveitin mun leika alla hittarana ásamt efni sem aldrei hefur fengið að hljóma opinberlega en tónleikarnir fara frá á skemmtistaðnum Dillon og má búast við miklu fjöri!

„Það var búið að liggja á okkur með að halda tónleika svo við gáfum undan að lokum og fyrst við ætluðum að taka upp þráðinn einu sinni enn fannst okkur liggja beinast við drullast til að gera eitthvað gott í leiðinni. Gott málefni sem snertir okkur og Dillon á sérstakann stað í hjarta Lily of the valley svo hver veit nema þetta verði eitthvað gull“ – L.M

Safnara eintök af geisladiskum og bolum verða til sölu og ágóði af þeim rennur óspart til Barnaheill, einnig verður posi á svæðinu fyrir frjáls framlög. Frítt er inn og því tilvalið að styrkja gott málefni.

Skrifaðu ummæli