LORD BINFEST ER BRAKANDI FERSKUR Á NÝJU MIXTEIPI

0

lord

Brynjar Orri Oddgeirsson eða Lord Binfest eins og hann kallar sig var að senda frá sér brakandi ferskt mixteip sem nefnist „Alpha.“ Rapp er afar heitt um þessar mundir og það er Lord Binfest líka!

lord 2

„Mér finnst lífið snúast um að gera það sem manni finnst gaman og elta draumana sína, ég er að gera það með því að semja tónlist og ljóð. Mér finnst hip hop snúast um að deila góðum boðskap í bland við að segja söguna sína og það er það sem ég er að gera með þessu mixteipi. Þetta eru bara góðir straumar og einlæg tjáning um mig og heiminn sem ég lifi í. “ – Brynjar Orri.

Við fyrstu hlustun fer maður að kinka kolli, við aðra hlustun fer maður að veifa höndum og við þriðju hlustun er allur líkaminn kominn á blússandi hreyfingu.

Comments are closed.