LOKAÆFING SIGUR RÓSAR FYRIR HEIMSTÚRINN

0

sigur rós

Hljómsveitin Sigur Rós er á fullri ferð um þessar mundir en sveitin er búin að vera á stífum æfingum fyrir næstkomandi túr. Sveitin hélt tónleika í London fyrir nokkrum dögum en það voru svokallaðir Final Dress tónleikar þar sem tvöhundruð og fimmtíu gestum var boðið og var öllu til tjaldað! Ný sviðsmynd prófuð og rennt var í eitt nýtt lag sem nefnist „Óveður“ en einnig voru tekin þekktari lög eins og „Starálfur,“ „Vaka,“ „Sæglópur“ og „Kveikur“ svo fátt sé nefnt.

Sigur Rós 2

Tónleikatúr sveitarinnar hefst í Barcelona næstkomandi laugardag og í kjölfarið tekur við heljarinnar ferðalag um heiminn.

Hægt er að skoða nánar tónleikaferð Sigur Rósar hér: http://sigur-ros.co.uk/tour/

Comments are closed.