LÖGREGLUBÚNINGAR, REYKUR OG TÖFFARASKAPUR!

0

Hljómsveitin Fufanu var að senda frá sér brakandi ferskt myndband við lagið „White Pebbles.” Lagið er tekið af annarri plötu sveitarinnar Sports og er útsett ekki af ómerkari manni en Nick Zinner úr hljómsveitinni Yeah Yeah Yeahs.

Myndbandið er vægast sagt tær snilld en snillingarnir Snorri Bros eiga heiðurinn af því. Snorri Bros hafa svo sannarlega komið víða við á löngum og viðburðarríkum ferli og unnið með heimsþekktum listamönnum!

Við látum myndbandið tala sínu máli og ekki skemmir fyrir að „White Pebbles” er hrikalega gott og svalt lag!

Fufanu.net

Snorribros.com

Skrifaðu ummæli