LÖGIN ERU LITUÐ AF KVÍÐA OG ÆVINTÝRAÞRÁ

0

Stuttskífan Swim er önnur útgáfa raftónlistarverkefnisins Laser Life. Breki Steinn Mánason maðurinn á bak við verkefnið hefur verið að vinna plötuna meðfram náminu sínu í upptökustjórnun og hljóðtækni við dBs Music skólann í Berlín.

Öll lögin á plötunni urðu til í kring um flutninginn frá íslandi og því eru þau lituð bæði af ævintýraþrá og kvíða. Swim kemur út á öllum helstu streymiveitum og í takmörkuðu upplagi á kassettu 11. Ágúst næstkomandi!

Platan inniheldur lögin:

Hyrule, Mogwai, Run, Stundum, In My Head og Orbit.

Laserlifemusic.com

Skrifaðu ummæli