Logi Pedro sendir frá sér tryllt myndband: Fuðri Upp (GoGo)

0

Logi Pedro gaf út í dag myndband við lagið „Fuðri upp” (GOGO)” af stuttskífunni Fagri Blakkur sem kom út 21. september sl. Platan var tekin upp í 101derland hljóðverinu í sumar og fylgir eftir hans fyrstu plötu í fullri lengd, Litlir svartir strákar. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og er ein allra vinsælasta platan sem komið hefur út á þessu ári og er komin yfir tvær miljónir spilana. Smáskífan “Dúfan mín” hefur verið á topplistum Spotify síðan í janúar og náði einni milljón spilana núna í september á Spotify.

Myndbandið við lagið er vægast sagt glæsilegt en leikstjórn myndbandins var í höndum Vignis Daða en það var framleitt af Bergþóri Mássyni,  Alexis Garcia og Loga Pedro. Myndbandið var unnið í samvinnu við: Good Good, Icepharma, Jónsson & Le’macks og KUKL.

101Derland.com

Skrifaðu ummæli