Logi Pedro sendir frá sér Litlir Svartir Strákar – Hreint út sagt framúrskarandi

0

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sendir í dag frá sér plötuna Litlir Svartir Strákar. Logi er einn fremsti tónlistarmaður landsins en allt sem hann snertir virðist verða að gulli! Litlir Svartir Strákar inniheldur tíu lög og er hreint út sagt framúrskarandi. Birnir, Króli, Skítamórall og fleiri koma einnig fyrir á plötunni en eins og skrifað var hér að ofan er hún framúrskarandi!

Logi blæs til heljarinnar útgáfuhófs á Prikinu í kvöld og hefst það stundvíslega kl 21:00. Það er ekkert annað í stöðunni en að skella á play, mæta í kvöld og njóta lífsins!

Skrifaðu ummæli