Lög um bíla, sálina, púströr, mengun og bensín

0

Johnny Blaze & Hakki Brakes gefa út sína fyrstu breiðskífu núna 21. mars sem ber nafnið Vroom Vroom Vroom. Platan verður fyrst um sinn einungis fáanleg á stafrænu formi. Seinna verður hún svo gefin út í takmörkuðu upplagi á vínyl og cd. Platan inniheldur níu frumsamin lög en þrjú af þeim komu út á smáskífu fyrir nokkrum misserum en hafa verið hljóðblönduð upp á nýtt.

Jón Rafn og Hákon hafa spilað í hljómsveitum saman síðan á menntaskólaárum sínum (Barr, Bláfugl) en báðir fengið aukinn áhuga á raftónlist og hljóðgervlum á síðustu árum. Á Vroom Vroom Vroom er að finna lög um bíla, sálina, púströr, mengun og bensín.

Í laginu „Vegkantur pt.2“ fá þeir félagar hjálp frá Sölku Valsdóttur úr Cyber, Reykjavíkurdætrum.

Skrifaðu ummæli