LJÚFUR LJÚFUR RAPPAR STAFRÓFIÐ

0

úlfur

„A-A-A (Orðbragðslagið)“ er nýtt lag og myndband frá hljómsveitinni Ljúfur Ljúfur sem er hliðarsjálf hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur. Lagið er ansi merkilegt en þar rappar Arnar Freyr Frostason íslenska stafrófið og gerir hann það listarlega vel!

úlfur 2

Fyrir nokkrum árum sendi Bandaríska hljómsveitin Blackalicious frá sér samskonar lag en það ber heitið „Alphabet Aerobics“ en ekki er vitað hvort hugmyndin sé fengin þaðan. Myndbandið er frábært en það eru Konráð Pálmason sem sá um Leikstjórn og stjórn upptöku, Bjarni Felix Bjarnason sem sá um Kvikmyndatöku og Jakob Halldórsson sem sá um Klippingu.

Það er greinilegt að mikið er lagt í bæði lag og myndband og það skilar sér hundrað prósent!

Comments are closed.