Ljúfir tónar frá Baggalút – „Sorrí með mig“

0

Fyrir skömmu sendi hljómsveitin Baggalútur frá sér lagið „Sorrí með mig.“ Lagið er eftir Braga Valdimar Skúlason. Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson flytja lagið ásamt fríðu föruneyti.

Nokkru fyrir útgáfudag var laginu dreift á nótum í gegnum hinn svokallaða „veraldarvef“ svo að fólk gæti áttað sig á verkinu, lært textann og jafnvel raulað laglínuna fyrir munni sér. Hægt er að nálgast textann og nóturnar á vefnum Baggalutur.is

Lagið var tekið upp í Hljóðrita í Hafnarfirði í júlímánuði 2018 undir stjórn Guðmundar Kristins Jónssonar. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndskreytti! Skellið á play og njótið lífsins. 

Lagið má einnig fynna á Spotify.

Skrifaðu ummæli