LJÓSMYNDIR FRÁ TÓNLEIKUM KEREN ANN Í BJÓRGARÐINUM Á FOSSHÓTEL

0
Keren Ann Tonleikar-Keren Ann og Bardi

Keren Ann og Barði

Hin rómaða söngkona og lagahöfundur Keren Ann hélt einstaka órafmagnaða tónleika í Bjórgarðinum á Fosshótel Reykjavík síðastliðinn þriðjudag. Tónleikarnir voru aðeins fyrir boðsgesti en var útvarpað beint á Rás 2. Þetta voru fyrstu einkatónleikar Keren Ann á Íslandi og voru þeir einægir og órafmagnaðir. Síðast kom hún fram hér á landi með samstarfsverkefni hennar og Barða Jóhannssonar, Lady & Bird, og léku þau fyrir fullu Háskólabíói ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og kór.

Ferill Keren Ann er einstaklega glæsilegur. Hún gaf út sína sjöundu sólóplötu fyrr á árinu hjá útgáfunni EMI/Capitol og hefur platan fengið hreint út sagt frábærar viðtökur. Nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum heims hafa leikið lög Keren Ann svo sem Iggy Pop,  David Burns (Talking Heads) auk frönsku dívunum Jane Birkin, Francoise Hardy og Silvie Vartan. Ásamt því hefur hún samið tónlist við bíómyndir og ekki fyrir svo löngu heyrðist lagið „Lay Your Head Down“ í auglýsingum tískurisans H&M.

Það var góðmennt á tónleikunum og þar mátti meðal annars sjá S. Björn Blöndal (HAM forseti Borgarstjórnar), Arnar (Leaves), Nanna Bryndís (OMAM), Svala Björgvins (Steedlord/Blissful),  Áshildur Bragadóttir (Höfuðborgarstofa), Davíð Antonsson (Kaleo), Davíð Torfi Ólafsson (frkv.stj Íslandshótela) svo Keren Ann og samstarfsmann hennar til margra ára, Barða Jóhannsson. Mátti einnig sjá Rubin Pollock (Kaleo), Einar Egils (Steedlord/Blissful), Henrik (Singapore Sling) og marga fleiri njóta tónleikanna.

Ljósmyndir: Halldór R. Lárusson

Keren Ann Tonleikar-IMG_1899

Keren Ann Tonleikar-Svala Bjorgvins

Svala Björgvins

Keren Ann Tonleikar-Keren ANn 5

Keren Ann

Keren Ann Tonleikar-David Torfi Olafsson og Saerun Hardardottir

Davíð Torfi Ólafsson og Særún Harðardóttir

Keren Ann Tonleikar-Keren ANn 4

Keren Ann Tonleikar-Keren Ann 3

Keren Ann Tonleikar-Keren Ann 2

Keren Ann Tonleikar-Keren Ann 1

Keren Ann Tonleikar-David Antonsson

Davíð Antonsson

Keren Ann Tonleikar-IMG_1834

Keren Ann Tonleikar-Ashildur Bragadottir

Keren Ann Tonleikar-IMG_1811

Keren Ann Tonleikar-IMG_1809 (1)

Keren Ann Tonleikar-Arnar Gudjons og Hildur Rosa

Hildur Rósa og Arnar Guðjónsson

Keren Ann Tonleikar-Halfdan Arnason, Keren Ann

Hálfdán Arnason með Keren Ann

Keren Ann Tonleikar-IMG_1791 (1)

Keren Ann Tonleikar-S Bjorn Blondal

Björn Blöndal

Comments are closed.