LJÓSMYNDIR FRÁ TÓNLEIKUM GLERAKURS Á PROPHECY FEST

0

13962616_10154308204031257_9133194804731679311_n

Hljómsveitin GlerAkur er nú komin heim eftir að hafa komið fram á Prophecy Fest sem haldið var í Blaver Höhle í Þýskalandi, sem er stærsti menningarhellir Evrópu. Prophecy Fest er árleg uppskeruhátíð plötuútgáfunnar Prophecy Productions sem GlerAkur skrifaði undir samning við fyrr á þessu ári.

Glerakur  lék fyrir troðfullum helli við frábærar móttökur. EP plata hljómsveitarinnar seldist upp einungis 20 mínútum eftir tónlekana en örfá eintök eru enn til í plötubúðum í  Reykjavík.

Dómar um framistöðu GlerAkurs á Prophecy Fest hafa verið glæsilegir í öllum helstu þungarokksmiðlum, sem og dómar um EP plötuna.  Fyrsta stóra plata GlerAkurs kemur út eftir áramót 2017 og mun innihalda tónlist sem samin var fyrir lekritið „Fjalla-Eyvindur og Halla“ sem sett var upp á stóra sviði Þjóðleikhússins árið 2015.

Á tónleikum skartar hljómsveitin tveimur trommuleikurum, fimm gítarleikurum og bassaleikara.

Meðlimir hljómsveitarinnar koma úr ýmsum áttum en eiga það öll sameiginlegat að vera reynt tónlistarfólk úr hljómsveitunum HAM, Hellvar, Unun, Amiinu, Kippa Kaninus, Hljómsveit Skúla Mennska, Hljómsveitinni Ég og DYS.

Prophecy Fest voru einungis aðrir tónleikar Glerakurs en frumraunina þreyttu þau á Eistnaflugi við mikinn fögnuð.

Rakel Erna Skarphéðinsdóttir var á svæðinu og tók þessar myndir. Hún ferðaðist á festivalið sem ljósmyndari Helrunar en hún tók að sjálfsögðu myndir af öllum hljómsveitum hátíðarinnar.

13876571_10154308205656257_8032382948968555135_n

13882107_10154308204071257_76875716758544359_n

13891953_10154308204061257_4017998242691874037_n

13892379_10154308203321257_4563026558067449788_n

13903175_10154308206046257_319720975029265721_n

13903427_10154308204521257_4334076731882709541_n

13909229_10154308204756257_6319354294590889058_o

13920875_10154308204251257_7479470381806161033_n

13923324_10154308204546257_9037146864785219499_o

13925134_10154308205901257_1338207737112704996_n

13932804_10154308204281257_8424750677306898241_n

13934608_10154308204191257_7577430012700038632_n

Hér má sjá myndbrot af síðustu mínútum GlerAkurs í hellinum.

Comments are closed.