Hlustendaverðlaunin fóru fram síðastliðið föstudagskvöld í Háskólabíó. Fullt var út úr dyrum en rjóminn af Íslensku tónlistarsenunni var mætt á svæðið til að gera sér glaðan dag. Verðlaunaafhendingin var virkilega glæsileg og tónlistaratriðinn alls ekki af verri endanum. Úlfur Úlfur, Fufanu og Axel Flóvent stigu á stokk ásamt fleiri atriðum.
Vel heppnað kvöld í alla staði!
Hafsteinn Viðar Ársælsson og Atli Freyr Júlíusson mættu á svæðið og tóku þeir þessar frábæru ljósmyndir fyrir Albumm.is
Allar myndir eru í eigu Albumm.is
Ljósmyndir: Hafsteinn Viðar Ársælsson
Ljósmyndir: Atli Freyr Júlíusson
Skoðanir