LJÓSMYNDARINN JANETTE BECKMAN MEÐ SÝNINGU OG FYRIRLESTUR Á ÍSLANDI

0

janette 1

Ljósmyndarinn Janette Beckman er einn helsti tónlistar og hljómsveitar ljósmyndari samtímans en hún er á leið til landsins, Janette er alvöru töffari! Hún hefur myndað hljómsveitir á borð við The Ramones, The Clash, Afrika Bambaataa, RUN DMC og EPMD ásamt því að hafa á árum áður ljósmyndað mótorhjólagengi á götum Los Angeles.
Nú sýnir hún verk sín í London, Paris og New York og hefur ákveðið að bæta Reykjavík við og kemur hingað til að setja upp sýningu sína ásamt því að halda fyrirlestra, sitja fyrir spurningum og halda námskeið. Takmarkað upplag miða er í boði og miðasala fer fram á Miði.is

janette 2
Janette Beckman er einn sá virtasti og flottasti ljósmyndari í sögu tónlistar og ljósmyndunar. Sögufrægar myndir hennar eru þekktar á meðal tveggja kynslóða í heimi pönks og hiphops. Hún hefur gefið út tvær bækur: „Made in the UK; The Music of Attititude“ var gefin út árið 2005 og hefur að geyma myndir og sögur af ýmsu tónlistarfólki og hljómsveitir frá 1983 til 1997 rokkabillí, pönk, leðju og döbb reggý listamennina; Elvis Costello, Sex Pistols og The Ramones. Orð í bókina rita breski hönnuðurinn Paul Smith og einnig kemur fyrir umsögn frá Vivien Goldman.
The Breaks: Stylin’ and Profilin“ var gefin út árið 2007 og eru ljósmyndirnar af rapp og hiphop stjörnum frá árinu 1982 til 1990 þar sem koma fyrir Afrika Bambaataa, RUN DMC, Slick Rick, Salt’n Pepa og Grandmaster Flash.

janette 5
Einnig ljósmyndaði hún forsíðu albúma á borð við Beastie Boys, The Police, Tracy Chapman, RUN DMC, Ministry, Grandmaster Flash, Salt n’ Pepa og miklu miklu fleiri.
Hún hefur boðið einum færasta og virtasta listamanni New York, stofnandi og stjórnandi Def Jam Recordings, Cey Adams til þess að setja upp þessa sýningu hennar á Íslandi sem ber heitið „HIPHOP MASHUP. An interactive photography/graffiti exhibition.“ Cey Adams er þekktur fyrir störf sín með Beastie Boys og er talinn einn af flottari graffiti listamönnum sögunnar. Hann mun einnig halda fyrirlestur og vera með námskeið. Örfáir miðar verða í boði á Miði.is.

janette 3
Sýningar hennar í New York og Paris hafa reynst afar vel og hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Gallerí Fold mun hýsa sýninguna og verður verkefnið í nánu samstarfi við Iceland Airwaves 2015 með takmörkuðu upplagi af árituðum myndum, varning, bæklingum, fatnaði og öðrum vörum.
Þar koma fram hljómsveitirnar:
Valby Bræður, Shades of Reykjavík, Reykjavíkurdætur, Panos From Komodo, Pink Street Boys, Lord Pusswhip, Benni B-Ruff en einnig kemur fram leynigestur!

Sýningin opnar í Gallerí Fold þann 27. Október og ætti enginn að láta þetta framhjá sér fara!

 

Comments are closed.