LJÓSMYNDARINN GAUI H SENDIR FRÁ SÉR MYNDBANDIÐ REQUIEM

0

gaui 2

Ljósmyndarinn Gaui H sendi nýverið frá sér myndband sem nefnist „Requiem.“ Gaui fékk sína fyrstu myndavél þegar hann var aðeins níu ára gamall og var það gjöf frá ömmu hanns og afa. Síðan þá hefur ljósmyndun verið hanns aðal áhugamál en fyrir rúmu ári síðan gerði hann áhugamál sitt að sínu aðal starfi.

„Ég er búinn að vera að mynda módel víðsvegar um landið og var alltaf að spá í hvernig ég gæti gert meira úr því. Þá fór þessi hugmynd að fæðast með að færa mig yfir í vídeóin.“ – Gaui H.

gaui

gaui 3

Í myndbandinu má heyra lagið „Kyrr“ með hljómsveitinni Kontinuum en lagið smellpassar myndefninu og úr verður virkilega flott og heilsteypt myndband.

„Ég talaði við Kontinuum og fékk að nota lagið „KYRR“ en ég var einhvernveginn alltaf með þá í huga þegar  ég fór að setja þetta saman í huganum.“Gaui H.

Gaui H er nú þegar byrjaður á nýju verki og við bíðum spent eftir afrakstrinum.

http://gauih.com/

Comments are closed.