LJÓSMYNDALEIÐANGUR MOLD SKATEBOARDS

0

_MG_2286

Ískenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards er á blússandi siglingu um þessar mundir og er margt á döfinni hjá fyrirtækinu. Tveir skeitarar voru að bætast í hópinn og eru þeir því orðnir fjórir talsins Sigurður Rósant, Marino Kristjánsson, Hlynur Gunnarsson og Arnar Steinn.

Mold Skateboards leggja mikla áherslu á fyrsta flokks gæði en allur viðurinn er pantaður inn frá Kanada og er hann hágæða Canadian Sugar Maple. Allar plöturnar eru handsmíðaðar hér á landi og aðeins ein plata pressuð í einu svo að lögunin á brettinu haldi sér 100%. Átján tonna pressa er notuð við herlegheitin sem eru nú orðnar tvær talsins og er því von á aukinni framleiðslu. Von er á glænýjum brettaplötum í verslanir í lok Maí og mun Ómar Hauksson grafískur hönnuður sjá um að skreita brettin listsamlega eins og með fyrri brettin frá Mold.

Í vikunni fóru Mold bolir í sölu nánar tiltekið í Mohawks í kringlunni en um ræðir svokallaða „Team Rider boli!“ Bolirnir koma í afar takmörkuðu upplagi þannig fyrstur kemur fyrstur fær.

Á dögunum fóru tveir úr Mold krúinu í ljósmyndaleiðangur, bretti voru prófuð og hamingjan í fyrirrúmi. Hlynur og Siggi Rósant fóru á kostum þennan dag eins og þeim einum er lagið.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdnar ljósmyndir.

Ljósmyndir: Hörður Ásbjörnsson fyrir Mold Skateboards.

_MG_2365

_MG_2479

_MG_2506

_MG_2512

_MG_2523

_MG_2545

_MG_2579

_MG_2281

_MG_2267

_MG_2590

_MG_2586

_MG_2573

_MG_2529

_MG_2519

_MG_2495

_MG_2310

_MG_2279

_MG_2253

_MG_2251

_MG_2239

_MG_2237

_MG_2225

_MG_2216

_MG_2201

_MG_2176

_MG_2108

Comments are closed.