LÍTUM INN Á VIÐ OG STYRKJUM OKKUR

0

PASHN (borið fram eins og enska orðið passion) er íslenskt popp-elektrónískt dúó en sveitina skipa Ragnhildur Veigarsdóttir og Ása Bjartmarz. Þær sendu frá sér lagið „Weathering a Storm“ 17. mars síðastliðin sem hefur fengið mjög góðar viðtökur!

Stelpurnar voru að senda frá sér nýtt lag sem heitir „Down.“ Lagið er ákveðin ádeila á vandamálin í samfélaginu og fjallar um hvernig við getum litið inn á við og styrkt okkur sjálf og láta ekki neikvæðni í kringum okkur hafa of mikil áhrif. Þetta er eitthvað sem ungt fólk er mikið að eiga við.

„Við þekkjum það báðar vel af eigin raun. Við sömdum þetta lag með það í huga að styrkja okkur sem einstaklingar.“ – PASHN

PASHN spilar á tónleikum á Kex Hostel miðvikudaginn 12. apríl ásamt Án og Púlsvídd. Tónleikar hefjast kl 20.00 og aðgangur er ókeypis.

Skrifaðu ummæli