LITRÍKA FÓLKIÐ Í PASTELFÖTUNUM ER BÚIÐ AÐ FESTA FÓLKIÐ Í GRÁU JAKKAFÖTUNUM Í ÞRÆLDÓM

0

Þær Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir skipa hljómsveitina Between Mountains en þær eru tvær sextán og sautján ára stelpur frá Vestfjörðunum. Þrátt fyrir ungan aldur sýna stelpurnar mikla hæfileika og þroska í tónsmíðum, en þær semja og útsetja tónlistina sína sjálfar. Hljómsveitin vann Músíktilraunirnar á síðusta ári og hefur verið afar vinsæl síðan þá. Þær komu meðal annars fram á Iceland Airwaves hátíðinni marg oft og vöktu athygli blaðamanns frá Rolling Stone sem birti forsíðufrétt um framkomu þeirra á síðu Rolling Stone.

Ljósmynd: Baldur Kristjáns.

Tónlistarmyndbandið „Into the Dark” er skrifað og leikstýrt af Hawk Björgvinsson og gerist í dystópískum heimi á Vestfjörðunum þar sem litríka fólkið í pastelfötunum er búið að festa fólkið í gráu jakkafötunum í þrældóm til að líkja eftir öllum hreyfingum þeirra, öllum stundum.

Skrifaðu ummæli