Litlar skrýtnar sögur sem eru á bragðið eins og tik-tak eða vegan kjötsúpa

0

Þrettán Stafir er fyrsta platan frá tónlistarmanninum Holy Hrafn en á henni má finna þrettán frumsamin lög. Lögin eru stutt og með athyglibrest og platan er það einnig.

„Þetta er ég að kyssa bless gömul og ný verkefni sem eru klárlega öll systkini, eða skyld… Og úr sömu skúffunni.“ – Holy Hrafn.

Lögin eru litlar skrítnar sögur eða litlir molar og að Sögn Óla Hrafn eins og hann heitir réttu nafni eru lögin á bragðið eins og tik-tak eða vegan kjötsúpa. Holy Hrafn smíðar alla takta sjálfur nema í laginu „Köld Völd” þar sem elektró gúrúinn Tobacco Rat frá Ástralíu sá um taktinn. Einnig má finna góða gesti á plötunni eins og t.d Byrkir B, Brisk og Kött Grá Pjé.

Hægt er að hlusta á alla plötuna á Soundcloud.

Skrifaðu ummæli