LISTAMENN FRÁ SÝRLANDI, ÞÝSKALANDI OG ÍSLANDI TAKA SAMAN HÖNDUM

0

Listamenn frá Sýrlandi, Þýskalandi og Íslandi taka saman höndum og standa að söfnun fyrir fólkið á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi. Hanin Elias mun koma peningnum til landsins og sjá um að allt komist til skila. Hægt er að fylgjast með ferð þeirra og framhaldi verkefnisins í gegnum vefinn We Are Superheroes og þar er nafnið á verkefninu Programs to rebuild the human in Aleppo.

Þetta sama verkefni mun fara fram í Berlín og í Damascus og munu þeirra sýningar verða sýndar á skjávarpa í gegnum live stream sem hefst klukkan 19:00 og eins verður sýnt frá íslandi á þessum stöðum þegar að sýning hefst klukkan 21:00 á Gauknum.

Á Gauknum munu skemmtikraftar frá Íslandi og fleiri löndum koma fram og er aðgangur ókeypis en hægt verður að gefa í söfnunarbauk.

Endilega láttu sjá þig, njóttu og styrktu gott málefni í leiðinni!

Skrifaðu ummæli