LISTAMARKAÐUR, RAVE OG MATUR

0

project-pablo

Það verður sannkölluð menningarveisla í Íslenska Sjávarklasanum laugardaginn þann 22. október. Þar verður sýrði rjóminn í íslensku tónlistar,- lista- og hönnunar senunni.

Project Pablo kemur frá Kanada og spilar góða tóna fyrir gesti og gangandi. Kappinn er að gera það ansi gott um þessar mundir og er hann að spila á öllum helstu raftónlistar hátíðum um allan heim. Project Pablo hefur meðal annars spilað í hinu víðfræga Boiler Room og hitað upp fyrir Kerri Chandler svo fátt sé nefnt.

lista-1

Art Mart Reykjavík stendur fyrir Listamarkaði sem byrjar um daginn og teygir sig langt fram á kvöld og mun Bergsson mathús sjá um drykki og mat.

Ásamt Project Pablo verða tveir íslenskir hústónlistar meistarar með live set, Intr0beatz og Viktor Birgiss, en þeir hafa verið að gera það gott bæði hér heima og erlendis!

Frítt er á Listamarkaðinn en það kostar litlar 1.500kr eftir klukkan 20:00 inn á reifið”

HAPPY HOUR milli 20:00 og 22:00 tveir fyrir einn á krana.

Dagskráin lítur svona út:

14:00-19:00 Listamarkaður Art Mart Reykjavík

18:00-20:00 Dj AnDre

20:00-21:00 Simon fknhndsm (Funkþátturinn/Party Zone)

21:00-22:00 KrBear (Vibes)

22:00-23:00 Viktor Birgisson (Lagaffe Tales) Live Set

23:00-24:00 Intr0beatz (Closer to Truth/Someting Else) Live Set

24:00-01:00 Strictly Sexual (Non yo Biz/Robot Disco)

24:00-0?:00 Project Pablo (1080p/Hybridity/SOBO)

Hér eru nokkrir af þeim listamönnum sem eru með á listamarkaðnum:

Bobby Breiðholt, Sunna Ben, Margeir Dire, Leynibúðin Laugavegi, Gallery Gallera RVK, Oli Gumm, Sölvi Dúnn, Snæbjörnsson, Gúndi Eyjólfsson, Þórsteinn Sigurðsson, MYNKA, Reynir Gannt Joensen, Stefán Örn D. Óskarsson, Allie Doersch, Michal Štochl, Tanja Levý, Silence Skateboards, Signy Sigurðardóttir, Rammi, Jón Kári Eldon (www.107.is)

Comments are closed.