LISTAHÁTÍÐIN NORÐUR OG NIÐUR HEFST Í DAG!

0

Listahátíðin Norður og Niður hefst í Hörpunni í dag með sérstakri opnunarhátíð og hefjast herlegheitin stundvíslega kl 17:20. Þessi glæsilega hátíð bíður svo sannarlega upp á frábæra dagskrá en rúmlega sextíu atriði koma fram á henni. Hljómsveitin Sigur Rós kemur einnig fjórum sinnum fram samhliða hátíðinni en sveitin lýkur átján mánaða tónleikaför sinni um heiminn með þessum hætti.

Norður og Niður er veigamikil listahátíð en allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi! Á opnunarhátíðinni í dag verða tvö verk flutt:

17:20: Stigin / Stiginn | Hörputröppur

Dagskráin hefst með verki Inga Garðars Erlendssonar sem flutt verður í stiganum í Hörpu af 80 blásturshljóðfæraleikurum og 18 slagverksleikurum frá Skólahljómsveit Austurbæjar og Skólahljómsveit Kópavogs. Verk Inga er afar skemmtilegt og hressandi þar sem tröppurnar í Hörpu leika stórt hlutverk og hljóðfæraleikarar láta stjórnast af rúllandi kúlum og eigin keppnisskapi.

18:00 – The Hallowing | Hörpuhorn

The Hallowing er samstarfsverkefni eftir Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson, Kórus og Íslenska dansflokkinn.

Gestir og gangandi eru hjartanlega velkomnir!

Hægt er að kynna sér hátíðna betur á: Nordurognidur.is

Hægt er að nálgast miða á hátíðina á Tix.is

Skrifaðu ummæli