LISA HANNIGAN Í GAMLA BÍÓ Í KVÖLD

0

Írska tónlistarkonan Lisa Hannigan mun halda tónleika í Gamla Bíó í kvöld, sunnudagskvöldið 30. júlí.

Lisa er ekki ókunnug íslendingum, en hún hefur þrisvar komið fram með tónlistarmanninum Damien Rice hér á landi. Í fyrra gaf hún út sína þriðju sólóplötu, At Sea, í samstarfi við upptökustjórann Aaron Dessner og hefur rödd Lisu og platan fengið frábæra dóma.

Miðasala er hafin á tónleikana í Gamla Bíó og á Tix.is

www.lisahannigan.ie

Skrifaðu ummæli