LILY OF THE VALLEY SENDIR FRÁ SÉR SUMARSMELLINN „HOLD ON“

0

Ljósmynd: Hörður Ásbjörnsson

Hljómsveitin Lily of the Valley sendir frá sér sumarsmellinn „Hold on“ í dag. Þetta er nýtt lag frá sveitinni en flokkurinn gaf frá sér EP plötuna Ghosts í október við góðar undirtektir. Eins og heyra mátti á þeirri plötu var hljómsveitin að prófa allskonar nálganir á henni og var hún ákveðin tilraunastarfsemi til að finna það sánd sem hentaði lögunum best. Í þessu nýja lagi heyrist að bandið hefur fundið sinn hljóm og lætur það svona líka svínvirka. Upptökum stjórnaði Arnar Guðjónsson einnig þekktur sem Arnar í Leaves hjá Aeronout Studios en hann sá einnig alfarið um útsetningu á laginu. Arnar hefur tekið upp og útsett ótal bönd og gott samstarf myndaðist á milli hans og LOTV flokksins þar sem krafti og tilfinningu er gefin góð skil. Heyra má að hljómsveitin hefur bætt við sig einum meðlim fyrir sumartímann en það er saxafónleikarinn Birkir Blær.

Logi Marr við upptökur á laginu „Hold On“

„Lagið „Hold on“ er ákveðin ádeila, ég vil allavega túlka þetta lag sem ákveðna ádeilu á það ástand sem hefur ríkt hér undanfarin misseri. Þetta fer svona í það hvernig allt getur farið til andskotans en við verðum bara að hanga inni í þessu og reyna að sjá ljósið. Ég vil samt að fólk túlki þetta bara eins og það vill en fyrir mér er þetta allavega þannig. Línur eins og „Nothing brakes dreams like the truth“ og „I never dreamt of no shotgun-wedding“ sem heyrast í laginu er allavega hægt að tengja beint við Íslenst stjórnmálalíf. Svo getur líka vel verið að þetta sé bara fokking ástarlag“ – Logi Marr höfundur lagsins og gítarleikari LOTV

Sumarið er tíminn hjá bandinu en þau halda í sína aðra tónleikaferð um Bretlandseyjar í maí. Secret Solstice er síðan á dagskrá og margt fleira sem kemur í ljós þegar nær dregur.

Lily Of The Valley á tónleikaferð um Bretland.

„Við munum herja á bretann aftur í maí, þeir tóku okkur býsna vel síðast og núna er aðeins stærri túr. Þetta er nú samt svona örtúr en mikið er það gaman að fá að prófa nýja staði og upplifa svona ævintýri með fólkinu sem maður elskar. Svo er bjórinn ódýrari þarna“ – Logi Marr 

Comments are closed.