LILY OF THE VALLEY SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU OG ER MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Í GAMLA BÍÓ 7. OKTÓBER

0

LOTV

Hljómsveitin Lily Of The Valley eða LOTV gefur út sína fyrstu breiðskífu í samstarfi við Stúdíó Hljóm. Platan ber nafnið Ghosts og hefur verið í vinnslu síðan í vor. Platan er frumburður hljómsveitarinnar, ásamt því að vera fyrsta plata sem útgáfufyrirtækið Stúdíó Hljómur gefur út.

Á plötunni má finna nýstárlegt „sound“ hljómsveitarinnar, en eytt var miklum tíma í að finna réttan hljóm fyrir plötuna. LOTV eyddu miklum tíma í að finna rétta syntha og trommusound, meðan Skapti Þóroddsson hjá Stúdíó Hljómi notaði sína „hljóðvers-töfra“ í að láta þetta allt passa vel saman.

LOTV2

Hljómsveitin heldur útgáfutónleika 7.okt í Gamla Bíó og standa nú í ströngum æfingum fyrir sitt stærsta show til þessa. Ennþá eru til örfáir miðar og hvetjum við alla til að hlaupa út og næla sér í miða, en platan verður til sölu á tónleikunum.

Þau eru nýkomin úr evróputúr sem gekk vonum framar og eignuðust þau fjöldan allan af nýjum aðdáendum út í Evrópunni.

Tónlistarkonan Myrra Rós mun hita upp fyrir tónleikana.

Hægt er að kaupa miða hér.
Gaman að segja frá því að LOTV mætir í útvarpsþáttinn Albumm á x-inu 977 í kvöld kl: 23:00.

 

Tengdar greinar:

http://albumm.is/lily-of-the-valley

http://albumm.is/lily-of-the-valley-sendir-fra-ser-lagid-ghosts

http://albumm.is/thridja-smaskifa-lily-valley-komin-ut

 

 

 

Comments are closed.