LILY OF THE VALLEY SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND „THANK GOD I´M STILL YOUNG“

0

lily

hljómsveitin Lily Of The Valley sendi nýverið frá sér breiðskífuna Ghosts en það mun vera þeirra fyrsta plata. Ghosts hefur fengið frábærar viðtökur og hefur hljómsveitin verið iðin við spilamennsku hérlendis og víðar. Lög eins og „Wildflower“ og „Mark 9:28“ hafa ómað á öldum ljósvakans að undanförnu en nú er komið nýtt lag og myndband í umferð. Lagið heitir „Thank God I´m Still Young“ og er einnig tekið af fyrrnefndri plötu.

lily 2

Myndbandið er allt tekið upp á tónleikaferðalagi þeirra um England en það er greinilegt að mikið fjör var í þessu ferðalagi.
Mjög skemmtilegt myndband við frábært lag frá LOTV!

Comments are closed.