LILY OF THE VALLEY SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ GHOSTS

0

LOTV

Lily Of The Valley hefur sent frá sér sína aðra smáskífu af væntanlegri plötu sveitarinnar. Lagið heitir Ghosts af samnefndri plötu og er væntanleg útgáfa plötunnar í byrjun október. Sveitin hefur unnið hörðum höndum í sumar í Stúdíó Hljómi að klára plötuna en mikilla breytinga er að vænta frá fyrr útgefnu efni sveitarinnar. Hljóðið hefur verið unnið af Skapta Þóroddsyni hjá Stúdíó Hljómi og má heyra ávinning þess samstarfs greinilega. Hljómsveitin gaf út lagið Wildflower í byrjun sumars og var það fyrsta smáskífa plötunnar. Lagið hefur hljómað á öllum helstu útvarpsstöðvum og hefur komið sveitinni á ný mið. LOTV spilaði á Síldarævintýrinu á Siglufirði um verslunarmannahelgina sem og tróð upp á sparitónleikunum á ein með öllu á Akureyri. Í september fer sveitin fyrst út fyrir landsteinana en þá verður farið í stuttan túr til norður-Englands og Skotlands.

„Við erum vitanlega mjög ánægð að fá að fara út og spila. Við munum partnera upp þarna úti með vinahljómsveit sem kom og spilaði hér á Íslandi í júní. Þetta er bara ævintýri sem við getum ekki beðið eftir að upplifa“ Hrafnkell Már gítarleikari sveitarinnar.

Sveitin mun einnig halda útgáfutónleika í beinu framhaldi af útgáfu plötunnar dagsetning verður tilkynnt síðar en platan verður gefin út af Stúdíó Hljóm. LOTV hefur verið starfandi í tvö ár en núverandi mynd birtist á sjónarsviðið í byrjun árs 2015. Það kennir því ýmissa grasa hjá sveitinni um þessar mundir og má fólk ekki láta þessa hljómsveit framhjá sér fara.

 „Ghosts er tilfinningaþrungið lag. Þetta er tjáning og orðin skipta máli. Við höfum haft það skýra stefnu hjá okkur að semja lög um hluti sem skipta máli, hluti sem við þurfum að koma frá okkur og hluti sem vonandi fólk getur tengt við“ – Logi Marr

„Ghosts er frábært live. Ef þið hafið ekki séð það, gerið það!“Leó Ingi bassaleikari

https://www.facebook.com/LOTVband

https://www.facebook.com/studiohljomur

http://albumm.is/lily-of-the-valley/

 

Comments are closed.