LÍKT OG FÁ HAGLÉL ÓVÆNT Í ANDLITIÐ Á LJÚFUM VORDEGI

0

Julian Civilian

Lo-fi listamaðurinn Julian Civilian sendi á dögunum frá sér lagið „Svalir.“ Þetta er það fyrsta sem heyrst hefur frá Julian síðan hann gaf út plötuna Vöknum til vors, haustið 2016. Julian Civilian er sólóprójekt Skúla Jónssonar sem er einnig gítarleikari og söngvari í rokkhljómsveitinni Argument (áður Puffin Island).

Ljósmynd/Sigurður Angantýsson

Lagið er töluvert rokkaðra en tónlistin sem áður hefur heyrst frá herra Civilian – líkt og að fá haglél óvænt í andlitið á ljúfum vordegi – og gefur það vísbendingar um að næsta plata verði býsna frábrugðin þeirri síðustu, þó svo DIY (do it yourself) heimspekin sé enn við lýði.

Hér má sjá Skúla til vinstri og Sigurð Angantýsson til hægri sem gerði myndbandið og mixaði og masteraði.

Sigurður Angantýsson (Knife Fights o.fl.) hljóðblandaði og hljómjafnaði, hrærði einnig í sérdeilis viðeigandi myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan.

 

Skrifaðu ummæli