Lifandi flutningur, umhverfishljóð, segulbönd og akústísk hljóð

0

Nýverið kom út á vegum Möller Records platan MMXVI með Nicolas Kunysz. Þeir sem þekkja til íslensku raftónlistarsenunnar þekkja vel til Nicolas en hann er annar stofnanda Lady Boy Records útgáfunnar sem hefur getið sér gott orð hérlendis sem erlendis.

Nicolas Kunysz er belgískur að uppruna en hann hefur búið á Íslandi síðan 2009.  MMXVI er safn laga sem voru samin á tímabilinu frá 2012 til 2017 á ýmsum stöðum í heiminum, Brussels, Ljubljana, Izola, Reykjavik & Hjalteyri. Platan er  blanda af lifandi flutningi, umhverfishljóðum, segulböndum og akústískum hljóðum sem skapar einstakan og fallegan en oft krefjandi hljóðheim. Plötuna er hægt að nálgast á vef Möller Records, www.mollerrecords.com

Mollerrecords.com

Skrifaðu ummæli