Líf ertu að grínast? – Erfitt að uppfylla vonir sínar og væntingar

0

Prins Póló sendir í dag frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið „Líf ertu að grínast.” Lagið er opnunarlagið á næstu plötu Prinsins sem kemur út þann 27. apríl næstkomandi. Ef grannt er hlustað á texta lagsins þá virðist það fjalla um fólk sem eiga á í einhverju basli með að uppfylla vonir sínar og væntingar til lífsins.

Platan var meðal annars unnin í Studio Reflex í Berlín og er efniviður myndbandsins meðal annars sóttur þangað. Gefum Prinsinum orðið: „Við Flexi upptökustjóri fórum stundum í hádegismat á víetnamskan heildsölumarkað nærri hljóðverinu. Við vorum alveg háðir þriðja kryddinu sem þar var í gagni. Það var síðan heilög stund að ganga um markaðinn að máltíð lokinni og á göngunni náði ég mér í þetta úrvals myndefni sem ég notaði svo sem efnivið í myndbandinu.“

Prinsinn er með hópfjármögnun í gangi á Karolinafund.com þar sem hann safnar fyrir útgáfu á plötunni. Hægt er að forpanta plötuna og kaupa veggspjöld og tónleika og allskyns gúmmulaði á Karolina Fund.

Prinsinn blæs til heljarinnar útgáfutónleika í Iðnó 27. apríl og í kjölfarið tónleikaferðalag um Landið.

Hér fyrir neðan má skoða tónleikaferð Prinsins:

Föstudagur 27. apríl = Iðnó

Laugardagur 28. apríl = Frystiklefinn Rifi:

Sunnudagur 29. apríl = Drangsnes, Malarkaffi

Mánudagur 30. apríl = Hvammstangi, Sjávarborg

Fimmtudagur 3. maí = Græni Hatturinn

Föstudagur 4. maí = Dalvík, Gísli Eiríkur Helgi

Laugardagur 5. maí = Húsavík, Hvalbakur

Sunnudagur 6. maí = Seyðisfjörður, Herðubreið

Fimmtudagur: 17. maí: Keflavík, Paddy’s

Föstudagur 18. maí: Hafnarbjörður. Bæjarbíó

Laugardagur 19. maí: Hvolsvöllur, Miðgarður

Sunnudagur 20. maí: Berufjörður, Havarí

Prinspolo.com

Skrifaðu ummæli