LEYNIFOSS NEGLDI FYRSTA SÆTIÐ

0

gopro-winner

Albumm.is og Gopro á Íslandi hafa staðið fyrir myndbandskeppni og er nú komið að því að tilkynna sigurvegarann! Verðlaunin eru alls ekki af verri endanum en það er glæsileg Gopro Hero Session upptökuvél!

Í keppnina bárust mörg mjög skemmtileg, flott og áhugaverð myndbönd en það var myndbandið „Nauthúsagil has a secret waterfall“ sem hreppir fyrsta sætið en það er Ásgeir Örn Valgerðarson sem á heiðurinn af því. Myndbandið er einkar skemmtilegt en þar sést Ásgeir við Leynifoss í Nauthúsagili.

hero-5

Albumm.is og Gopro ætla að skella strax í annan leik og eru verðlaunin að sjálfsögðu glæsileg! Í þetta sinn er það Gopro Hero Black 5, alls ekki slæmt það! Við minnum á að hægt er að kjósa myndböndin og er best að fá alla vini sína til að kjósa, þá eru enn meiri líkur á að ykkar myndband verði fyrir valinu. Fylgist vel með Albumm.is á Facebook.

Hér fyrir neðan má sjá verðlaunamyndbandið.

Comments are closed.