Leyfir sér að fara í allar áttir en elektrónískt rokk er í fyrirrúmi

0

Different Turns er samvinnuverkefni tónlistarmannana Garðars Borgþórssonar og Hálfdáns Árnasonar. Fyrsta plata sveitarinnar ,,if you think this is about you … you´re right” kom út árið 2014 og fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda. Hljómsveitin leyfir sér að fara í allar áttir með tónlist sína en best væri að lýsa henni sem elektrónísku rokki.

Önnur plata sveitarinar ,,You are Pathetic” kemur út rafrænt í lok Mars 2018. Á þeirri plötu fá þeir félagar Ragnar Ólafsson söngavara og Skúla Gíslason trommuleikara til liðs við sig ásamt ýmsu öðru tónlistarfólki.

Platan var tekin upp í hljóðveri Borgarleikhúsins þar sem Garðar starfar sem hljóðhönnuður og hljóðblönduð af honum. Coverið var einnig hannað af Garðari sem og allir textar. Mastering var í höndum Axel ,,Flex” Árnasonar.

Hljómsveitin er þessa dagana á stífum æfingum og mun leika á ýmsum tónleikum í vor. Live uppsetning samanstendur af Garðari Borgþórssyni (Söngur, Gítar og hljómborð) Hálfdán Árnasyni (Bassi), Skúla Gíslasyni (Trommur), Ragnari Ólafsyni (Söngur og hljómborð) Og Baldvin Frey Þorsteins (Gítar).

Skrifaðu ummæli