LEYFA ÍMYNDUNARAFLINU AÐ FARA Á FLUG

0

Hljómsveitin Kajak sendi fyrir skömmu frá sér sínu þriðju smáskífu og ber hún heitið „Mask of gold” Á plötunni er sveitin að vinna með hugtakið eilíft líf, með viðkomu við fyrirbæri eins og endurholdgun, þegar lífið og dauðinn mætast og sjálft eftirlífið í allri sinni dýrð.

Þarna eru margar af elstu spurningum sem manneskjan hefur spurt sig og það er engan einn sannleik að finna í þessum efnum.

Okkur finnst mjög gaman að pæla í þessum hlutum og leyfa ímyndunaraflinu að fara á flug. Allt sem við erum og sjáum er einfaldlega orka í efnislegu formi, víðáttumikið orkusvið sem tengir allt og alla Sigurmon Hartmann Sigurðsson.

Gaman er að velta því fyrir sér að orkan okkar lifir að eilífu og þó að líkaminn deyi snýr orkan okkar aftur til baka í hið óendanlega.

Skrifaðu ummæli