LESULA SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG OG MYNDBAND

0

Lesula

Tónlistarmennirnir Daði Freyr Pétursson og Jökull Logi mynda hljómsveitina Lesula. Drengirnir eru búsettir í Berlín og stunda þeir nám við dBs Music Berlín. Sveitin sendi frá sér sitt fyrsta lag og myndband á dögunum sem nefnist „Reinickendorf“ en það er hverfi í Berlín þar sem lagið er samið og myndbandið tekið upp í.

Lagið fjallar um að fara út í sjoppu í Berlín og kaupa sér Sternburg bjór en lagið er virkilega skemmtilegt og á án efa eftir að hljóma talsvert mikið með hækkandi sól.

Árný Fjóla sá um tökur á myndbandinu.

Comments are closed.