LEONCIE FLYTUR AF LANDI BROTT

0

leoncie-2

Það er ekki á hverjum degi sem landsmenn fá að berja listakonuna Leoncie augum á tónleikum, en nú er komið að því! LEONCIE heldur tónleika í Hard Rock Café í Lækjargötu, laugardagskvöldið 26. nóvember. Leoncie heldur þessa tónleika vegna þess að hún er að flytja af landi brott og er þetta því allra síðasti séns!

Leoncie hefur verið hluti af íslensku tónlistarlífi síðan snemma á 9. áratugnum. Fyrsta platan hennar, My Icelandic Man, kom út árið 1985 og er löngu orðin klassísk. Síðan hefur Leoncie gert fjölda platna og slegið í gegn með lögum eins og Ást á pöbbnum, Litli sjóarinn, Come On Viktor og Enginn þríkantur hér. Á tónleikunum mun Leoncie flytja glænýtt lag. Leoncie er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu og ætlar hún hvergi að spara sig á sviði Hard Rock Café.

leoncie

Einnig koma fram Krakk & Spaghettí og Dr. Gunni. Tríóið Krakk & Spaghettí er skipað þremur ungum Reykvíkingum og leikur krúttrapp. Dr. Gunni mun leika lög af myndlistarsýningunni/plötunni ATVIK, sem hangir uppi á Mokka Café frá 1. til 30. nóvember. Verður þetta í eina skiptið sem lög af myndlistarsýningunni/plötunni verða leikin opinberlega.

Miðaverð er aðeins 2.000 kr og hægt er að nálgast miða á Miði.is

Skrifaðu ummæli