LEONARD COHEN HEIÐRAÐUR

0

Minning kanadíska söngvarans og skáldsins, Leonard Norman Cohen, verður heiðruð um allt land í apríl – og maímánuði þessa árs en Cohen lést þann 7.nóvember sl.

Í kjölfar andláts Cohen, sem var orðinn 82 ára að aldri, var ákveðið að kveðja og heiðra minningu þess merka manns með tónleikum á Græna Hattinum á Akureyri þann 3.febrúar og á Café Rosenberg í Reykjavík þann 10.febrúar auk heimsóknar í Stúdíó 12 Rásar 2. Þar sem uppselt varð á örfáum dögum var ákveðið að bæta við aukatónleikum þann 7.apríl á Café Rosenberg og á Græna Hattinum á Akureyri þann 19.maí nk. Það dugði spart og seldist upp á tónleikana í Reykjavík og því ákveðið að bæta við þriðju og jafnframt lokatónleikunum á Café Rosenberg þann 26.maí.

Þar sem landinn tók vel í heiðursveitina var einnig ákveðið að bæta við tónleikum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 8.apríl nk. og í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 20.maí nk. Miðasala er í fullum gangi.

Hljómsveitina skipa:

Daníel Hjálmtýsson – söngur og gítar, Benjamín Náttmörður Árnason – gítar og bakraddir, Guðrún Ýr Eyfjörð – söngur, fiðla og bakraddir, Ísold Wilberg – söngur, bakraddir, Magnús Jóhann Ragnarsson -, hljómborð. hljóðgervlar og orgel, Pétur Daníel Pétursson – trommur og Snorri Örn Arnason – bassi

Hægt er að fylgjast með gangi mála á Facebook undir leitarorðinu – Leonard Cohen: A Memorial Tribute.

Miðasala fer fram á www.tix.is

 

Skrifaðu ummæli