LEONARD COHEN HEIÐRAÐUR Á GRÆNA HATTINUM

0
graeniposter
Leonard Cohen verður minnst á Græna Hattinum á Akureyri föstudaginn 3. febrúar nk. Eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar, sem leidd er af söngvaranum og söngvaskáldinu, Daníel Hjálmtýssyni en uppselt er á minningartónleikana í Reykjavík þann 10. febrúar nk. á Café Rosenberg. Seldust miðar hratt og hefur því verið ákveðið að bæta við tónleikum á sama stað þann 7. apríl nk. en fáir miðar standa eftir lausir. Þá var einnig ákveðið að halda norður á Akureyri 3. febrúar nk.
cohen
Hljómsveitin kemur fram í Stúdíó 12 á Rás 2 samdægurs tónleikunum á Græna Hattinum (3. febrúar) kl. 11.30 og mun þar leika nokkur lög í beinni útsendingu ásamt því að ræða um daginn og veginn – og Leonard Cohen.
Miðasala er í fullum gangi á tónleikana á Græna Hattinum og aukatónleikana 7. apríl nk.
Hljómsveitina skipa:
Daníel Hjálmtýsson – söngur og klassískur gítar
Benjamín Náttmörður Árnason – gítar, bakrödd og munngígja
Magnús Jóhann Ragnarsson – hljómborð/hljóðgervlar og orgel
Pétur Daníel Pétursson – trommur og slagverk
Snorri Örn Arnarson – bassi
Ísold Wilberg Antonsdóttir – söngur og bakrödd
Guðrún Ýr Eyfjörð – söngur, bakrödd og fiðla
Sérstakir gestir: Meðlimir Karlakórs Akureyrar (KAG)
Miðasala er í fullum gangi á www.tix.is, www.graenihatturinn.is og í Eymundsson Akureyri.
Hægt er að fylgjast nánar með á Facebook:

Skrifaðu ummæli